Verðbólgu þarf að ná niður með samstilltu átaki

Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðsend grein úr Morgunblaðinu:
Samtök iðnaðarins (SI) telja að stýrivexti Seðlabankans þurfi að lækka. Núverandi vaxtastig er mjög dýrkeypt fyrir samfélagið. Aðhaldsstig peningastefnunnar er of mikið miðað við stöðu efnahagslífsins og er þegar farið að hafa veruleg neikvæð áhrif á stöðu og þróun iðnaðar og atvinnulífs í heild.

Hátt vaxtastig þrengir að atvinnulífinu

​Ljóst er að núverandi vaxtastig er orðið þungur baggi að bera fyrir heimili og fyrirtæki og eru afleiðingarnar farnar að sjást í hagtölum sem sýna hægan hagvöxt og vaxandi atvinnuleysi. Áhrifanna gætir í iðnaði þar sem nú má greina samdrátt. Svo dæmi sé tekið er starfsfólki nú að fækka í öllum helstu greinum iðnaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert