Í dag er spáð minnkandi suðvestanátt og 3 til 8 metrum á sekúndu seinnipartinn. Það verður rigning eða súld, en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Styttir upp norðan- og vestanlands þegar líður á daginn.
Sunnan og suðvestan 5-10 m/s verða á morgun, en 10-15 m/s norðan til síðdegis. Rigning verður af og til, en lengst af þurrt austan- og norðaustanlands.
Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan til.
/frimg/1/60/28/1602869.jpg)