Bárðarbunga skelfur enn á ný

Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í …
Engar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Skjálfti að stærðinni 4,0 mældist í austanverðri Bárðarbunguöskju klukkan 21.59 í kvöld. Um tíu eftirskjálftar hafa mælst, sá stærsti 3,3 að stærð.

Skjálftar af slíkri stærðargráðu eru nokkuð algengir í Bárðarbungu, en síðast varð skjálfti að stærð 3,9 þar 19. september síðastliðinn og skjálfti 5,2 að stærð 27. júlí.

Jarþrúður Ósk Jóhannesdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að búist hafi verið við fleiri skjálftum af þessari stærð.

„Þetta er bara eins og hún hegðar sér,“ segir Jarþrúður í samtali við mbl.is

Engar tilkynningar hafa borist Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert