Kosið verður um það á landsþingi Miðflokksins fyrir hádegi hver verður næsti varaformaður flokksins.
Þau Ingibjörg Davíðsdóttir og Snorri Másson berjast um embættið en Bergþór Ólason heltist úr lestinni í gær.
Beint streymi frá kosningunni:
Einnig verður formaður flokksins kjörinn á þinginu en formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er þar einn í framboði og því sjálfkjörinn í embættið.
Eftir hádegi verða sveitarstjórnarmál á dagskrá og svo almennar umræður og umræður um önnur mál.
Landsþinginu verður svo slitið samkvæmt dagskrá klukkan 14.30.

