„Ekki hafa áhyggjur af Kína“

Trump telur að forseti Kína hafi bara átt slæman dag.
Trump telur að forseti Kína hafi bara átt slæman dag. AFP/Saul Loeb

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist „vilja hjálpa Kínverjum, ekki skaða þá“ og kveður þar við aðeins mildari tón en í gær þegar hann hótaði því að leggja 100 prósent viðbótartolla á Kína.

Sagðist hann taka þá ákvörðun vegna þess sem hann telur að sé „ótrúlega ágeng hegðun kínverskra stjórnvalda“ og vísaði til hertra reglna um útflutning á sjaldgæfum málum. Sakaði hann jafnframt Kínverja um að reyna að halda heiminum í gíslingu.

Í dag sagðist hann hins vegar, í færslu á Truth Social, aðeins vilja hjálpa Kínverjum. Virðulegur forseti Kína Xi Jinping, hefði bara átt slæman dag, hann vildi ekki koma landi sínu í kreppuástand, og það vildi Trump ekki heldur.

„Ekki hafa áhyggjur af Kína, þetta verður allt í góðu lagi,“ skrifaði forsetinn jafnframt.

Fram kom í gær að 100 prósent viðbótartollar sem Trump ætlaði að leggja á Kína, ættu að taka gildi 1. nóvember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert