Hefur leikið golf í yfir 50 löndum

Jónas í Hvíta-Rússlandi, síðasta landinu sem bættist á listann.
Jónas í Hvíta-Rússlandi, síðasta landinu sem bættist á listann. Ljósmynd/Aðsend

Jónas Tryggvason er iðinn við að leika golf þegar tími gefst til eins og margir aðrir Íslendingar. Hefur hann fengið tækifæri til að ferðast um heiminn í tengslum við vinnu og reynir að leika golf þegar hann er á ferðinni. Hefur hann nú leikið golf í meira en 50 löndum.

„Sumir safna frímerkjum, aðrir safna þjóðbúningadúkkum og enn aðrir safna löndum þar sem þeir hafa spilað golf. Þetta er einhvers konar söfnunarárátta,“ segir Jónas léttur þegar Morgunblaðið spyr hann út í áhugamálið. 

Land númer 50 hjá Jónasi kom þegar hann lék golf í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og á síðasta ári bættist við land númer 52 þegar hann lék golfhring í Hvíta-Rússlandi. Jónas er búsettur í útjaðri Moskvu í Rússlandi og býr við hliðina á golfvelli. Hann segir golfiðkunina hjá sér hafa sveiflast í gegnum tíðina. Vinnan eigi það til að trufla. „Fyrir tæpum tíu árum spilaði ég mjög mikið og spilaði mig inn í öldungalandsliðið. Var þá kominn niður í 8 í forgjöf og var alveg þokkalegur. Í dag er forgjöfin í kringum 15 og hringirnir eru ekki nema 15 til 20 á ári.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert