Lífið sjálft er algjör óvissuferð

„Þetta verkefni er ekki að klárast á einhverri dagsetningu og …
„Þetta verkefni er ekki að klárast á einhverri dagsetningu og því þarf ég að finna taktinn minn. Stundum er það rosalega erfitt en stundum gleymi ég þessu,“ segir Thelma Björk. mbl.is/Ásdís

Thelma mætti fersk úr sundi á kaffihús Systrasamlagsins einn morgun í vikunni til fundar við blaðamann. Það er bjart yfir henni og á höfðinu er hún með bleika húfu sem á stendur Kraftaverk. Það á vel við, því Thelma segist vera gangandi kraftaverk en veit að vágesturinn liggur í leyni og gæti bankað upp á hvenær sem er.

Thelma greindist fyrir rúmu ári með fjórða stigs ólæknandi krabbamein en með hjálp lyfja og heilbrigðu líferni greinist krabbinn ekki lengur í líkama hennar. Hún á góða daga og slæma daga en kýs að lifa lífinu lifandi, jákvæð og glöð.

Amma var innblásturinn

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert