Líkamsárás fyrir utan skemmtistað

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Einn var handtekinn grunaður í málinu og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Önnur tilkynning barst um líkamsárás á skemmtistað en ekkert kemur meira fram um hana í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá kl. 17 í gær til kl. 5 í nótt.

Í átökum við dyraverði og gesti

Tilkynnt var um ölvaðan einstakling í átökum við dyraverði og aðra gesti skemmtistaðar. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa þangað til víman rennur af honum og hægt verður að ræða við hann.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Í annarlegu ástandi í biðskýli strætó

Lögreglan sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti sinnti einstaklingi sem var í annarlegu ástandi í biðskýli strætó. Honum var komið heim til sín. Einnig var tilkynnt um rúðubrot í heimahúsi.

Lögreglunni á Vínlandsleið barst tilkynning um umferðaróhapp. Minniháttar tjón varð á bifreiðum og enginn slasaðist.

Alls voru níu bifreiðir stöðvaðar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ökumennirnir voru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert