„Og hvernig á svo að lát´ann í gang?"

„Tóbakið dregur úr æsingi, heldur manni í jafnvægi og ég …
„Tóbakið dregur úr æsingi, heldur manni í jafnvægi og ég er ekki frá því að það skerpi hugsunina.“ mbl.is/Árni Sæberg

Það ríkti eftirvænting hjá blaðamanni og ljósmyndara Morgunblaðsins auk Guðna Ágústssonar á leiðinni austur í Hveragerði til fundar við Eyvind Erlendsson leikstjóra, en allir eiga það sameiginlegt að hafa numið af Eyvindi á sínum yngri árum.

Hann kenndi Guðna að koma fram á sviði og beita röddinni svo eftir væri tekið, ljósmyndarinn var í sveit hjá Eyvindi og Sjöfn í Heiðarbæ þegar hann var um fermingu og blaðamaður hafði notið leiðsagnar hans við smíði Breiðholtskirkju í byrjun níunda áratugarins.

„Ja nú lýgurðu!,“ segir Eyvindur þegar blaðamaður kynnti sig fyrir honum, en við hittumst síðast á Kumbaravogi fyrir 15 árum þegar við fórum fyrir hvatningu Ketils heitins Larsens að kveðja Eyvind sem þá var ekki hugað líf, eftir að hafa fengið slag. Sú heimsókn var eftirminnileg því Eyvindur hresstist þegar hann sá okkur, reis úr rekkju og sló upp partíi með söng, við undirleik Jóns Möllers píanóleikara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert