Sigmundur endurkjörinn formaður Miðflokksins

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður á landsþinginu í morgun.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður á landsþinginu í morgun. mbl.is/Hulda Margrét

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var rétt í þessu endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu en formaðurinn var einn í framboði.

Sigmundur Davíð steig að sjálfsögðu í pontu og þakkaði traustið.

Sagðist hann myndu standa undir traustinu með nýrri stjórn.

Sigmundur Davíð þakkar traustið á þinginu í dag.
Sigmundur Davíð þakkar traustið á þinginu í dag. Skjáskot/Miðflokkurinn

Stærsta breytingaraflið

„Við munum öll saman gera miðflokkinn að stærsta breytingarafli sem íslensk stjórnmál hafa séð í að minnsta kosti áratuga skeið.“

Nú fer fram kosning til varaformanns en þar er öllu meiri spenna. Í framboði eru þingmennirnir Snorri Másson og Ingibjörg Davíðsdóttir en Bergþór Ólason þingflokksformaður dró framboð sitt til baka í gær til að greiða fyrir því að andlitum fjölgi í forystu flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert