Þau urðu hugfangin hvort af öðru

Marín og Hera. „Ákveðnir töfrar verða til í samverustundum með …
Marín og Hera. „Ákveðnir töfrar verða til í samverustundum með svona góðum hundum eins og Hera er.“ mbl.is/Eyþór

„Ég var ekki mikil hundastelpa sem krakki eða langaði að eignast hund eftir að ég varð fullorðin, en tíkin Hera flutti inn á heimili okkar vegna þess að Saga dóttir mín var rosalega hrædd við hunda þegar hún var lítil.

Hún gat ekki farið í barnaafmæli ef hundur var á heimilinu án þess að gera þyrfti ráðstafanir. Mágkona mín vissi af fjögurra ára labrador-tík sem vantaði nýtt heimili og við slógum til, því við vissum að labrador-hundar eru yfirleitt mjög góðir og auðvelt að kenna þeim. Saga var mjög hissa þegar við sögðum henni frá væntanlegum hundi og hún var ekki viss um að hún væri til í þetta, en örfáum dögum eftir að Hera flutti til okkar var Saga búin að yfirvinna allan ótta við hunda,“ segir Marín Magnúsdóttir sem sendi nýlega frá sér bókina Hera og Gullbrá, en bókin fjallar einmitt um gæðablóðið tíkina Heru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert