Þetta verður langt kvöld

Ólafur Páll Gunnarsson, umsjónarmaður Rokklands.
Ólafur Páll Gunnarsson, umsjónarmaður Rokklands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta verður allskonar,“ upplýsir Ólafur Páll Gunnarsson en 30 ára afmæli þáttar hans  Rokklands á Rás 2 verður fagnað á tónleikum í Hofi á Akureyri 1. nóvember. 

Fram kom SinfoniaNord, Todmobile og einvalalið söngvara. Ólafur Páll mun sjálfur vera með á sviðinu og tengja þetta allt saman með stuttum kynningum og sögunum á bak við lögin. „Mikil vinna hefur verið lögð í dagskrána og þrír útsetjarar hafa setið sveittir við útsetningar. Sum laganna verða í hefðbundnum búningi en önnur talsvert breytt. Konur munu syngja lög sem karlar sungu upphaflega og öfugt. Svo fátt eitt sé nefnt. Og þetta verður langt kvöld.“

Ólafur Páll er ekki í vafa um að margir komi til með að tengja við efnisskrána enda hafi hann alls ekki óvenjulegan tónlistarsmekk. Hann þekki bara eftir öll þessi ár kannski aðeins meiri tónlist en margir.

Lög með tilfinningalegt gildi

„Við munum heyra lög sem hafa tilfinningalegt gildi, ekki bara fyrir mig heldur marga aðra. Ég hef aldrei reynt að skreyta mig með skrýtnum smekk þó ég hafi gaman af allskonar músík, er bolur inn við bein. Hvort sem það er sálmur í kirkju, blús, þjóðlagatónlist eða metall. Músíkin verður bara að hafa eitthvað við sig; eins og allt í lífinu. Hvort sem það eru bíómyndir, matur, ferðalög eða eitthvað annað. Ég vil bara ekki vonda tónlist og hún er víða. Við sættum okkur ekki við lélegt eins og Barði í Bang Gang orðaði það einhvern tíma. Fátt er til dæmis verra en vont rokk og það er nóg af því til, og best er þegar það er bæði rokk OG ról. Bestu rokkböndin eins og Led Zeppelin og AC/DC kunna hvort tveggja og lærðu það af Chuck Berry, Little Richard og þeim öllum.“

Ítarlega er rætt við Ólaf Pál í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert