Tugir ökumanna fengu 20 þúsund króna sekt

Lögregla við störf í Austurstræti um helgina.
Lögregla við störf í Austurstræti um helgina. mbl.is/hdm

45 ökumenn hið minnsta voru stöðvaðir fyrir að aka Austurstræti um helgina en gatan varð varanleg göngugata í lok síðasta mánaðar. Þannig er komið samfellt göngugötusvæði frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi.

Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir sekt fyrir að aka á götu sem ekki er ætluð til almennrar umferðar nema 20 þúsund krónum.

Töluverð bílalest myndaðist fyrir aftan lögreglubílinn.
Töluverð bílalest myndaðist fyrir aftan lögreglubílinn. mbl.is/hdm

Spurning um merkingar

„Þetta er náttúrulega ný tilkomið og kannski einhverjir enn fastir á því að það megi keyra þarna. Öðrum finnst þetta einnig ekki vera nægilega vel merkt. Þá er spurning hvort borgin þurfi að merkja þetta betur – það er alveg hugsanlegt,“ segir Sævar. 

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að búið sé að merkja svæðið með umferðarmerkjum ásamt göngugötubogum og setja upp gróðurker til að skapa grænni ásýnd á svæðinu.

mbl.is/hdm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert