Þann 14. október hættir Microsoft að styðja við Windows 10 stýrikerfið og er því hætt að veita öryggisuppfærslur og tæknilegan stuðning fyrir það.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Origo.
Mun þetta hafa þau áhrif að þeir sem keyra tölvur sínar á Windows 10 eru berskjaldaðir fyrir netárásum og öryggisvandamálum sem getur haft áhrif á öryggi, rekstur og þjónustu fyrirtækja.
Því er mælt með því að uppfæra í Windows 11 til að tryggja áframhaldandi öryggi tölvukerfa, en hægt er að nálgast leiðbeiningar fyrir uppfærsluna hér.
