Heimilin ábyrg fyrir 63% af losun frá vegasamgöngum 2024

Akstur heimilisbíla, sem er jafnframt helsti uppruni losunar heimila, nam …
Akstur heimilisbíla, sem er jafnframt helsti uppruni losunar heimila, nam 304 kílótonnum og var 63,1% af heildarlosun vegasamgangna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2024 var losun gróðurhúsalofttegunda frá hagkerfi Íslands 6.811 kílótonn af koltvísýringi. Þessi losun er 3,7% minni en árið 2023 en losun frá hagkerfinu jókst verulega eftir kórónuveirufaraldurinn.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þar segir jafnframt að losun frá hagkerfi Íslands komi að mestu frá flutningastarfsemi (33,2%), framleiðslugreinum (29,6%) og landbúnaði og sjávarútvegi (19,2%).

Losun frá heimilum hafi verið 7,8% af heildarlosun hagkerfisins.

Graf/Hagstofa Íslands

Losun vegna aksturs var 823 kílótonn af koltvísýringi árið 2024, sem jafngildir 12,1% af heildarlosun hagkerfisins.

Akstur heimilisbíla, sem sé jafnframt helsti uppruni losunar heimila, nam 304 kílótonnum og var 63,1% af heildarlosun vegasamgangna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert