Hitinn gæti náð allt að 18 stigum norðaustan til á landinu í dag. Það verða sunnan og suðvestan 5-10 m/s en 10-15 m/s norðan til síðdegis. Það verður rigning af og til en yfirleitt léttskýjað austan- og norðaustanlands. Hitinn verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast norðaustan til.
Á morgun verða suðvestan 5-10 m/s en 10-15 m/s norðan til. Það verður rigning með köflum en að mestu bjart á austanverðu landinu. Hitinn verður á bilinu 8 til 15 stig.
