Mikið rætt um fjölþátta ógnir

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eyþór

„Þetta hefur verið mjög viðburðaríkt ár,“ segir Dagur B. Eggertsson alþingismaður, en hann er nú á ársþingi NATO-þingsins í Ljubljana í Slóveníu, ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, Njáli Trausta Friðbertssyni og Sigmari Guðmundssyni, en þinginu lýkur í dag.

Dagur segir árið hafa byrjað á mikilli spennu, þar sem Trump tók við embætti og ákveðin óvissa hefði skapast um framtíð NATO. „Leiðtogafundurinn í Haag í sumar þar sem Evrópuþjóðirnar sameinuðust um að auka framlög til varnarmála í álfunni hreinsaði loftið að vissu leyti þótt óvissan sé vissulega ennþá fyrir hendi í alþjóðamálunum,“ segir Dagur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert