Segir reglugerð auka áhættu

Bogi Nils Bogason.
Bogi Nils Bogason. mbl.is/Árni Sæberg

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að ný reglugerð innviðaráðherra, sem bannar afskráningu loftfara af íslenskri loftfaraskrá ef gjöld hafa ekki verið greidd rekstraraðila flugvalla og flugleiðsögu, vera vanhugsaða á margan hátt.

Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag segir Bogi að reglugerðin sé eflaust sett af góðum hug til að tryggja að skuldir flugrekstraraðila sem fara í þrot séu greiddar. Vandinn sé hins vegar sá að með reglugerðinni muni þær skuldir lenda á eiganda flugvélar. Oft á tíðum sé það erlend flugvélaleiga eða fyrirtæki sem ekki hefur stofnað til skuldanna. Þá gildi reglugerðin afturvirkt, sem þyki óvenjulegt í alþjóðlegum viðskiptum.

Bogi segir að afleiðingin sé sú að reglugerðin hafi umtalsverð áhrif á mat leigusala og fjármögnunaraðila á þeirri áhættu sem fylgi því að eiga í viðskiptum við íslensk fyrirtæki og sú aukna áhætta auki jafnframt kostnað íslenskra fyrirtækja.

Bogi varar jafnframt við því að afleiðingin af því að breyta leikreglunum afturvirkt verði sú að íslenskir flugrekendur munu þurfa að greiða hærra áhættuálag og leggja fram auknar tryggingar í tengslum við leigu og fjármögnun flugvéla. Þá verði fjármögnunaraðilar tregari til þess yfirhöfuð að stunda viðskipti á Íslandi. Hvetur hann því til þess að reglugerðin verði afnumin sem fyrst. 

Nánar má lesa um málið á bls.16 í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert