Áhugi var mikill og þétt var setið í kveðjuflugi Heklu Auroru, Boeing 757-200-þotu Icelandair, sem var í gær. Vélin fer nú síðar í vikunni úr flota félagsins eftir dygga þjónustu í áraraðir og til niðurrifs í Bandaríkjunum. Af því tilefni bauðst áhugasömum í gær að komast í síðustu ferðina með vélinni, útsýnisferð umhverfis Ísland.
Hekla Aurora er ein þriggja hjá Icelandair af gerðinni 757-200 sem verið hafa sérmerktar. Þessi er í litum norðurljósa, en hinar sem báðar eru farnar úr notkun voru Vatnajökull í litum jöklanna og Þingvellir í litum íslenska þjóðfánans, blá, rauð og hvít. Boeing-þotur þessarar gerðar hafa verið í aðahlutverki hjá Icelandair lengi, en nú eru Boeing MAX og Airbus að koma þeirra í stað.
„Í starfinu gefast sjaldan tækifæri eins og þetta; fara í útsýnisflug umhverfis Ísland. Það er gaman að ljúka ferlinum á 757-200-flugvélategund svona,“ segir Björn Magnús Sverrisson sem var flugstjóri gærdagsins. Farið var í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um hádegi og stefnan sett á Snæfellsnes og Breiðafjörð. Þar yfir var skýjað en svo létti til þegar komið var í Eyjafjörð. Skyggni var hið besta þegar flogið var yfir Akureyri, þaðan sem svo var flogið austur um; yfir Mývatnsöræfi, Jökulsárgljúfur og svo yfir Vopnafjörð og Hérað. Þar var flugið hækkað og stefnan sett á Reykjavíkur.
TF-FIU kom úr smiðju Boeing í Seattle í Bandaríkjunum árið 1994 en Icelandair eignaðist vélina 2004. Myndir af Aurouru hafa verið birtar oft og víða og vakið athygli víða um lönd. Segir sitt að um helmingur 140 farþega í ferð gærdagsins var fólk erlendis frá sem af áhuganum einum kom til Íslands til að taka þátt í ferðinni.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
