Síðasta ferð Norðurljósa

F.v.: Björn Magnús Sverrisson flugstjóri, Guðrún Tómasdóttir flugmaður og Guðmundur …
F.v.: Björn Magnús Sverrisson flugstjóri, Guðrún Tómasdóttir flugmaður og Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Áhugi var mikill og þétt var setið í kveðjuflugi Heklu Auroru, Boeing 757-200-þotu Icelandair, sem var í gær. Vélin fer nú síðar í vikunni úr flota félagsins eftir dygga þjónustu í áraraðir og til niðurrifs í Bandaríkjunum. Af því tilefni bauðst áhugasömum í gær að komast í síðustu ferðina með vélinni, útsýnisferð umhverfis Ísland.

Hekla Aurora er ein þriggja hjá Icelandair af gerðinni 757-200 sem verið hafa sérmerktar. Þessi er í litum norðurljósa, en hinar sem báðar eru farnar úr notkun voru Vatnajökull í litum jöklanna og Þingvellir í litum íslenska þjóðfánans, blá, rauð og hvít. Boeing-þotur þessarar gerðar hafa verið í aðahlutverki hjá Icelandair lengi, en nú eru Boeing MAX og Airbus að koma þeirra í stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert