Taka niður ljósin á Höfðabakkabrú í kvöld

Frá framkvæmdum við Höfðabakkabrú í september.
Frá framkvæmdum við Höfðabakkabrú í september. mbl.is/Karítas

Stefnt er að því að taka niður umferðarljósin á Höfðabakkabrú klukkan 23.00 í kvöld.

Á meðan á vinnunni stendur verður lokað fyrir allar vinstri beygjur á brúnni.

Opið verður fyrir umferð beint yfir brúna, bæði til suðurs og norðurs, og allar hægri beygjur bæði inn og út af brúnni.

Vegagerðin biður vegfarendur að virða merkingar og aka varlega um vinnusvæðið.

Áætlað er að vinnan taki fimm til sex klukkutíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert