Vaxtamálið svokallaða verður leitt til lykta á morgun en dómsuppsaga verður í málinu í Hæstarétti klukkan 13.30. Málið var endurflutt þar í september.
Miklir hagsmunir eru undir og gæti málið orðið fordæmisgefandi fyrir mikinn fjölda heimila í landinu. Ef dómurinn verður lánveitanda algjörlega í óhag geta áhrif hans hlaupið á tugum milljarða í málinu og skyldum dómsmálum eins og rakið hefur verið í fréttum.
Málið var flutt fyrir fullskipuðum dómi, en það er þegar sjö dómarar dæma í máli. Slíkt er aðeins gert í málum sem talin eru sérstaklega fordæmisgefandi og mikilvæg.
