Afkomu bænda er teflt í tvísýnu

Nautpeningur á búi á Mýrunum. Mikið er umleikis.
Nautpeningur á búi á Mýrunum. Mikið er umleikis. mbl.is/Sigurður Bogi

Lýst er þungum áhyggjum af afkomu íslenskra bænda og fæðuöryggi í bókun sem sveitarstjórn Borgarbyggðar gerði í síðustu viku. Þar er vísað til þeirra draga að breytingum á búvörulögum sem atvinnuvegaráðherra hefur kynnt. Þar er lagt til að fella út breytingar sem gerðar voru á búvörulögum í fyrra og lutu að heimild afurðastöðva til að sameinast eða semja um verkaskiptingu.

„Bændum fækkar jafnt og þétt og gott landbúnaðarland á undir högg að sækja og ber að vernda sérstaklega. Borgarbyggð hefur ekki farið varhluta af þessari þróun,“ segir sveitarstjórn sem óttast að verði boðaðar breytingar að lögum sé afkomu bænda teflt í tvísýnu. Drög að breytingum nú miðist við markaðssjónarmið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert