Lýst er þungum áhyggjum af afkomu íslenskra bænda og fæðuöryggi í bókun sem sveitarstjórn Borgarbyggðar gerði í síðustu viku. Þar er vísað til þeirra draga að breytingum á búvörulögum sem atvinnuvegaráðherra hefur kynnt. Þar er lagt til að fella út breytingar sem gerðar voru á búvörulögum í fyrra og lutu að heimild afurðastöðva til að sameinast eða semja um verkaskiptingu.
„Bændum fækkar jafnt og þétt og gott landbúnaðarland á undir högg að sækja og ber að vernda sérstaklega. Borgarbyggð hefur ekki farið varhluta af þessari þróun,“ segir sveitarstjórn sem óttast að verði boðaðar breytingar að lögum sé afkomu bænda teflt í tvísýnu. Drög að breytingum nú miðist við markaðssjónarmið.
„Það er langsótt að breytingarnar muni í raun stuðla að því markmiði að styrkja stöðu bænda og leiða til aukinnar verðmætasköpunar. Þvert á móti bendir flest til að minni stuðningur við innlendan landbúnað muni leiða til þess að bændur hætti í matvælaframleiðslu og snúi sér að öðru sem leiðir af sér að þjóðin verður háðari innflutningi,“ segir sveitarstjórn. Minnt er jafnframt á að á hveitibrauðsdögum núverandi ríkisstjórnar hafi Borgfirðingar á fundi með forsætisráðherra greint skilning á landbúnaðarmálum. Til þess sé því horft nú og vænst að sveitir landsins fái stuðning stjórnvalda. sbs@mbl.is
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
