Ekið var á Audi E-Tron 50-bifreið í Vestmannaeyjum í lok ágúst. Gerandinn ók í burtu án þess að tilkynna óhappið og lögreglan í Vestmannaeyjum leitar nú að vitnum.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að áreksturinn hafi orðið milli kl. 14.45 og 15.15. Líklegast hafi áreksturinn átt sér stað á Strandvegi, móts við Klett eða á Bárustíg í bifreiðastæði móts við Icewear.
Þeir sem telja sig hafa einhverjar upplýsingar um ofangreindan árekstur eru vinsamlega beðnir að hafa samband við lögregluna í Vestmannaeyjum.
