Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út um klukkan hálf sex í morgun eftir að eldur kviknaði í nýbyggingu í Gufunesi.
Gústav Alex Gústavsson, slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að allar stöðvar hafi verið kallaðar út eftir að tilkynnt hafi verið um eld og reyk í nýbyggingu í Gufunesi.
Gústav segir að tveimur stöðvum hafi verið snúið við en slökkvistarfi lauk rétt eftir klukkan 7 í morgun.
Hann segir að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn sem var í bílakjallara en húsið var mannlaust og iðnaðarmenn hafi verið að mæta þegar þeir urðu varir við eldinn. Eftir að búið var að slökkva eldinn var húsnæðið reykræst að hans sögn.
