Fallið frá öllum fjárkröfum á hendur Íslandsbanka

Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður í Hæstarétti í dag.
Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður í Hæstarétti í dag. mbl.is/Árni Torfason

Fallið var frá öllum fjárkröfum lántaka í dómi Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Ljóst er að áhrif dómsins muni ekki hafa mikil áhrif á fjárhag bankanna og langt í frá þeim tugum milljarða sem hefði getað verið raunin ef niðurstaðan hefði farið á versta veg fyrir bankana. Að sama skapi mun líklega ekki koma til endurgreiðslu til lántaka upp á sömu upphæð vegna ólöglegra skilmála á neytendalánum með breytilega vexti.

Hæstiréttur kvað upp dóm í dag þar sem hluti skilmála Íslandsbanka með neytendalán var dæmdur ólöglegur. Var vísað til þess að aðeins þar sem horft væri til stýrivaxta Seðlabankans væri um nógu skýr og skilmerkileg viðmið að ræða um breytilega vexti.

Ingvi Hrafn Óskarsson og Grétar Dór Sigursson, lögmenn stefnanda í málinu, segja í samtali við mbl.is að í raun hafi Hæstiréttur verið að skerpa á þeim réttindum og skyldum sem gilda um breytilega vexti neytendalána. Hins vegar sé ljóst að fallið hafi verið frá fjárkröfum lántaka á hendur Íslandsbanka þar sem bankinn hafi aldrei hækkað breytilega vexti sína umfram stýrivaxtaviðmið. Þannig að jafnvel þótt skilmálarnir hafi verið ólögmætir hafi bankinn haldið sig innan marka sem Hæstiréttur taldi ásættanlega.

Grétar Dór Sigursson lögmaður í dómsal í dag.
Grétar Dór Sigursson lögmaður í dómsal í dag. mbl.is/Árni Torfason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert