Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, átti fund með Xi Jinping, forseta Kína, í forsetahöllinni í Peking í morgun en forsetinn er þessa vikuna í opinberri heimsókn í Kína.
Höfuðefni fundarins var mikilvægi jarðvarma sem orkugjafa og samstarf Íslands og Kína.
Forsetarnir ræddu meðal annars leiðir til að styrkja samband ríkjanna. Halla rifjaði upp að Peng Liyuan, eiginkona Xi Jinping, hefði komið til Íslands árið 1980 og sungið lagið Fuglinn í fjörunni inn í hjörtu Íslendinga.
Þá rifjaði Halla einnig upp að Vigdís Finnbogadóttir hefði sem forseti komið í opinbera heimsókn til Kína fyrir 30 árum.
Á morgun mun forsetinn ferðast til Shanghai. Þar mun hún meðal annars eiga fundi með leiðtogum borgarinnar og fulltrúum íslenskra fyrirtækja.

