Hitinn gæti náð 16 stigum

Veðurkortið klukkan 12 á hádegi.
Veðurkortið klukkan 12 á hádegi. Kort/mbl.is

Það er áfram hlýtt á landinu og hitinn gæti náð allt að 16 stigum á Austurlandi í dag.

Í dag verða sunnan og suðvestan 5-13 m/s en 10-18 m/s norðanlands eftir hádegi. Það verður þokusúld eða rigning með köflum en lengst af þurrt og bjart á Norðaustur- og Austurlandi. Hitinn verður á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast fyrir austan.

Á morgun verða vestan 8-15 m/s en 5-10 m/s síðdegis. Það verður skýjað og dálítil væta en bjart með köflum suðaustan- og austanlands. Hitinn verður á bilinu 6 til 14 stig og verður mildast suðaustan til.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert