Innhólfin fylltust af öskrandi nemendum

„Það sem mér finnst með bækur eins og Sjálfstætt fólk …
„Það sem mér finnst með bækur eins og Sjálfstætt fólk er að hún tekur á svo mörgum raunverulegum viðfangsefnum sem eru sígild og þau tengjast ekkert dreifbýli eða þéttbýli,” segir Halldóra Björt Ewen. Samsett mynd/mbl.is/Kristinn Magnússon/Ólafur K. Magnússon

Framhaldsskólanemendur vilja láta gera kröfur til sín og þeir ráða við erfið og flókin verkefni, líkt og lestur bóka á borð við Sjálfstætt fólk, fái þeir stuðning til þess og öruggt umhverfi til að prófa sig áfram.

„Engum nemanda hef ég kennt, sem ég veit um, sem hefur ekki verið stoltur af sjálfum sér fyrir að fara yfir þennan þröskuld sem þessi bók er. Því að hún reynir á mann, ekki bara því að hún gerist í gamla daga og er skrifuð fyrir löngu, heldur því hún tæklar svo flóknar tilfinningar og erfið atvik sem hafa ekkert með tímann að gera, heldur það sem bókin fjallar um.”

Þetta segir Halldóra Björt Ewen, íslenskukennari til meira en tveggja áratuga, en hún starfar í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum fjögurra framhaldsskóla á landinu þar sem Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er enn kennd sem hluti af skylduáfanga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert