Kristín Hrefna tekur við stöðu framkvæmdastjóra

„Það þurfa ekki allar fjölskyldur að reka bíla þegar það …
„Það þurfa ekki allar fjölskyldur að reka bíla þegar það er svona auðvelt að hoppa og aðeins greiða fyrir þær mínútur sem þú ert á ferðinni,” er haft eftir Kristínu. Ljósmynd/Aníta Eldjárn

Kristín Hrefna Halldórsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Hopp Reykjavíkur, sem sér um starfsemi Hopp á höfuðborgarsvæðinu. Hún tekur við af Sæunni Ósk Unnsteinsdóttur sem tekur við sem stjórnarformaður.

Að því er fram kemur í tilkynningu hefur Kristín víðtæka reynslu úr tæknigeiranum, meðal annars frá Meniga, Origo og Veitum.

Hún hafi leitt vöruþróun og nýsköpun í fjölmörgum vörum og verkefnum.

„Það þurfa ekki allar fjölskyldur að reka bíla“

„Það er heiður að fá að leiða Hopp Reykjavík á næsta vaxtarstig,“ er haft eftir Kristínu úr tilkynningu. Hopp hafi frá upphafi lagt sitt af mörkum í að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu með umhverfisvænum lausnum, fækka bílum í umferðinni og létta á umferðarþunga höfuðborgarsvæðisins. Hún hlakki til að halda þeirri vegferð áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert