Sjálfsvígum fjölgar lítillega

Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti nýja aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum …
Alma Möller heilbrigðisráðherra kynnti nýja aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum í vor. Eggert Jóhannesson

Sjálfsvígum hefur fjölgað lítillega síðustu ár en árin 2020 til 2024 voru sjálfsvíg að meðaltali 42,6 eða 11,5 á hverja 100.000 íbúa samanborið við 11,1 á hverja 100.000 íbúa árin 2015 til 2019. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Lífsbrúar um sjálfsvígsforvarnir.

Þar segir sömuleiðis að sjálfsvíg á síðasta ári voru 48 talsins eða 12,4 á hverja 100.000 íbúa.

Þetta er nokkuð yfir meðaltali síðustu ára en vert er að hafa í huga að vegna fámennis þjóðarinnar þá geta litlar breytingar á fjölda valdið nokkrum sveiflum í dánartíðni milli ára.

Því er mikilvægt að túlka ekki tölur fyrir eitt ár sem vísbendingu um aukningu eða samdrátt á tíðni sjálfsvíga heldur horfa frekar á lengra tímabil.

Yfir síðustu tvo áratugi hefur þróun í fjölda sjálfsvíga verið eftirfarandi:

  • 2020 - 2024 voru sjálfsvíg að meðaltali 42,6 eða 11,5 á hverja 100.000 íbúa.
  • 2015 - 2019 voru sjálfsvíg að meðaltali 37,6 eða 11,1 á hverja 100.000 íbúa.
  • 2010 – 2014 voru sjálfsvíg að meðaltali 40,6 eða 12,8 á hverja 100.000 íbúa.
  • 2005 – 2009 voru sjálfsvíg að meðaltali 35,2 eða 11,4 á hverja 100.000 íbúa.

Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á: Pieta samtökin, s. 552-2218, Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið 1717.is, Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, s. 1700, og netspjallið heilsuvera.is. Í neyð hringið í 112. Varðandi stuðning eftir missi í sjálfsvígi er bent á Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar, s. 1700, og netspjallið heilsuvera.is, Sorgarmiðstöð, s. 551-4141, og sorgarmidstod@sorgarmidstod.is, síma Pieta samtakanna, 552-2218. Í neyð hringið í 112.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka