Skjárinn í Mjódd er kominn í lag

Stafir með upplýsingum um ferðir vagna eru frekar litlir.
Stafir með upplýsingum um ferðir vagna eru frekar litlir. mbl.is/sisi

„Lagt er til að gert verði við sjónvarpsskjá í skiptistöðinni í Mjódd, sem á að veita strætisvagnafarþegum rauntímaupplýsingar um komur og brottfarir strætisvagna. Skjárinn hefur verið bilaður um langa hríð.“

Þessa tillögu fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsnefnd 1. október síðastliðinn. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.

„Skjárinn er á okkar vegum, við höfðum ekki vitneskju um að það væri slökkt á honum,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í svari við fyrirspurn Morgunblaðins.

„Við munum koma honum í lag fljótlega,“ bætti Jóhannes við. Tíðindamaður blaðsins lagði leið sína í Mjódd um síðustu helgi og getur staðfest að skjárinn er kominn í lag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert