„Lagt er til að gert verði við sjónvarpsskjá í skiptistöðinni í Mjódd, sem á að veita strætisvagnafarþegum rauntímaupplýsingar um komur og brottfarir strætisvagna. Skjárinn hefur verið bilaður um langa hríð.“
Þessa tillögu fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsnefnd 1. október síðastliðinn. Afgreiðslu tillögunnar var frestað.
„Skjárinn er á okkar vegum, við höfðum ekki vitneskju um að það væri slökkt á honum,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó í svari við fyrirspurn Morgunblaðins.
„Við munum koma honum í lag fljótlega,“ bætti Jóhannes við. Tíðindamaður blaðsins lagði leið sína í Mjódd um síðustu helgi og getur staðfest að skjárinn er kominn í lag.
Þetta er tiltölulega lítill sjónvarpsskjár og upplýsingarnar á litlu letri. Að auki er skjárinn staðsettur fyrir ofan innganginn svo illa sést á hann.
Þegar Jóhannes var spurður um ástæður þess að þetta rútínumál hafi ratað inn í fundargerð fagnefndar hjá borginni svaraði hann: „Ekki hugmynd, við höfum ekki fundið hjá okkur neinar ábendingar um að hann væri ekki virkur.“
Við þetta er að bæta að á fundi umhverfis- og skipulagsráðs viku seinna, 8. október, var tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lagfæringu á sjónvarpsskjá í Mjódd lögð fram að nýju.
Var henni vísað til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs sem er væntanlega enn að meta skjáinn, sem nú er kominn í lag.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
