Skrúfað verður fyrir kalt vatn í Salahverfi frá kl. 22 á morgun, miðvikudag, og til kl. 4 að morgni fimmtudags.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ, þar sem segir að framkvæmdir við Arnarnesveg valdi þessu.
Þá verði Salalaug lokað kl. 21.30 annað kvöld í stað kl. 22.
Tilmæli Kópavogsbæjar:
„Lokunin er vegna vinnu við breytingar á stofnlögn og nær hún til alls Salahverfis.
Vinsamlegast athugið að það getur myndast loft í kerfinu eftir að vatni hefur aftur verið hleypt á og það getur verið skynsamlegt að hreinsa síur í vatnsinntökum og blöndunartækjum.
Góð hugmynd gæti verið að fylla á vatnsflöskur fyrir klukkan 22.00 ef þörf er á vatni fyrir nóttina og setja vatn í fötur fyrir klósett.
Athugið að þau sem eru með varmaskipta geta lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan lokun stendur.“
