„Við erum með fólk sem hefur verið í heimavinnu síðan í vor. Menn eru að tínast í hús sem er afar jákvætt fyrir vinnustaðinn,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Skrifstofur bæjarins hafa verið fluttar af Austurströnd 2 yfir á Austurströnd 5. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu greindist mygla á bæjarskrifstofunni fyrr á þessu ári. Húsnæðið er á tveimur hæðum og bleyta fannst til að mynda undir gólfdúk á neðri hæð.
Fangelsismálastofnun hefur verið með starfsemi á Austurströnd 5 en forsvarsmenn stofnunarinnar hyggja á flutninga annað að sögn Þórs. Seltjarnarnesbær hefur þegar fengið neðri hæð hússins til afnota, um 300 fermetra sal. Þór segir að vonir séu bundnar við að bærinn fái allt húsið til umráða þegar fram líða stundir.
„Við erum bara að koma okkur fyrir. Þröngt mega sáttir sitja hér á neðri hæðinni. Við vonumst til að fá efri hæðina líka en hún myndi henta okkur afar vel enda innréttuð fyrir opinbera stjórnsýslu,“ segir bæjarstjórinn.
Hann segir að á næstunni verði rætt í bæjarráði um hvað gera eigi við skrifstofuhúsnæðið á Austurströnd 2 sem er í eigu bæjarins. Ráðast þarf í lagnaviðgerðir á næstunni en að þeim loknum segir Þór líklegast að húsnæðið verði sett á sölu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
