Þyrla Landhelgisgæslunnar var í miðju æfingaflugi þegar neyðarboð barst frá neyðarlínunni upp úr klukkan 13.00 í dag.
Neyðarboðið barst í gegnum GPS-tæki erlends ferðamanns sem hafði orðið uppgefinn á göngu á hálendinu og verið kominn með álagsmeiðsli.
Þetta segir Ásgrímur Lárus Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, í samtali við mbl.is.
„Þeir eru bara nýlentir aftur. Þetta gekk allt að óskum,“ segir hann. Ekki hafi verið talin þörf á aðhlynningu.
/frimg/1/56/43/1564370.jpg)