Yfirklór að þrengja gatnamótin

Hvítu strikin sýna hvar búið er að fækka akreinum. Umferðarsérfræðingur …
Hvítu strikin sýna hvar búið er að fækka akreinum. Umferðarsérfræðingur bendir á að austurhluti Lækjargötu hafði ekki nein áhrif á slysið. mbl.is/Eggert

Eina alvarlega slysið sem orðið hefur á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis var þegar skotbómulyftari keyrði með gafflana uppi inn í hlið sendibifreiðar sem ekki virti biðskyldu, með þeim afleiðingum að ökumaður lést.

Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur segir að sérstakar aðstæður hafi verið við gatnamótin á þessum tíma, vegna byggingar hótelsins á horni Lækjargötu og Vonarstrætis og þess að ökumenn voru báðir undir áhrifum lyfja.

„Að nota þetta slys sem ástæðu þess að þrengja gatnamótin er yfirklór og útúrsnúningur því hönnun gatnamótanna var ekki ástæðan fyrir slysinu. Ökumaðurinn sem lést var undir áhrifum örvandi vímuefna, virti ekki biðskyldu og keyrði í veg fyrir vinnuvélina sem keyrði með gafflana uppi fram úr strætisvagni sem byrgði sýn að Vonarstræti. Gafflar vinnuvélarinnar voru ekki í réttri hæð og því er þetta slys fyrst og fremst vegna þess að báðir ökumenn voru ekki í ástandi til að vera í umferðinni og ekkert við hönnun gatnamótanna sem hefði getað komið í veg fyrir slysið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert