Veitingastaðnum Bankinn bistró í Mosfellsbæ verður lokað næsta sunnudag. Eigendur staðarins tilkynntu um lokunina á samfélagsmiðlum í dag.
Segir í færslunni að ekki hafi verið létt að taka þessa ákvörðun.
„Það er ekki ákvörðun sem tekin er létt, en stundum fær maður að kynnast hlið rekstrarins sem er harðari en nokkur getur ímyndað sér. Við lærðum mikið af þessari reynslu – bæði af góðu fólki sem studdi okkur, og af þeim mistökum sem við lentum í,“ segir í færslunni.
Eigendur þakka öllum sem komu, borðuðu, hlógu og sýndu stuðning.
