Ekki fyrir íbúa Mosfellsbæjar

Hér má sjá mögulega útfærslu Sundabrúar sem liggja á yfir …
Hér má sjá mögulega útfærslu Sundabrúar sem liggja á yfir Kleppsvík, á milli Gufuness og Vogahverfis. Tölvumynd/Vegagerðin

„Það vakna fjölmargar spurningar um Sundabraut og mér sýnist á öllu og ég fékk það staðfest í heimsókn til Vegagerðarinnar á mánudag að ekki stæði til að brautin yrði notuð af Mosfellingum og íbúum nærliggjandi hverfa,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgunblaðið.

„Við erum hér að tala um íbúa Grafarholts, Úlfarsárdals og hluta Grafarvogs, sem miðað við legu Sundabrautar munu ekki geta nýtt sér Sundabraut,“ segir hún.

Diljá nefnir að Sundabraut sé framkvæmd sem lengi hafi verið beðið eftir og augljóst sé að verið sé að notast við nær þrjátíu ára gamlar hugmyndir um legu brautarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert