Einn maður var handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöld eða í nótt fyrir meint kynferðisbrot og var hann vistaður í fangageymslu.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.
Tilkynnt var um tvær líkamsárásir. Önnur var í hverfi 101 þar sem einn var handtekinn en var látinn laus eftir skýrslutöku. Hin var í hverfi 109. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vitað er hver hann er.
Lögreglunni bárust tilkynningar um þjófnað í þremur verslunum, tveimur í borginni og einni í Kópavogi. Öll málin voru afgreitt á vettvangi.
Þá voru sex ökumenn stöðvaðir í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

