Líklega dýrara að taka lán eftir dóminn

„Þetta mun því væntanlega vera aukinn kostnaður fyrir neytendur,“ segir …
„Þetta mun því væntanlega vera aukinn kostnaður fyrir neytendur,“ segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka. Samsett mynd

Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion banka, segir að líkur séu á því að nýfallinn dómur Hæstaréttar í máli Neytendasamtakaanna gegn Íslandsbanka leiði til þess að bankarnir muni hækka vexti til að verja sig fyrir þeim sveiflum sem markaður framtíðarinnar gætu borið með sér. 

Ástæðan er sú að samkvæmt skilningi Kára felst í dómi Hæstaréttar að bönkunum beri að festa sig við stýrivexti Seðlabanka Íslands. Þannig verður vaxtamunurinn þegar bankarnir veita fasteignalán t.a.m. fastur eins lengi og lántakan er. Þess vegna í 30-40 ár eins og algengt er þegar kemur að útlánum til fasteignakaupa. 

Aukin áhætta fyrir bankana 

„Ég geri fastlega ráð fyrir því að ef lán verð hér eftir miðuð við stýrivexti, plús einhvers fasts álags bankanna, þá felst í því aukin áhætta fyrir bankana. Því mun annað hvort þurfa að hækka vexti eða að bjóða eingöngu upp á stutta fjármögnun í einu,“ segir Kári.

„Þetta mun því væntanlega vera aukinn kostnaður fyrir neytendur,“ segir Kári. 

Lánsfé annars staðar sveiflast í verði líka

Til útskýringa segir hann að m.a. geti lánsfé sem bankarnir sæki sér annars staðar frá sveiflast til á löngum tíma. 

„Þá þurfa bankarnir að verja sig og geta staðið undir þeirri áhættu sem fylgir lánum sem veitt eru hér á landi til langs tíma,“ segir Kári.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert