Loka þarf Holtavegi og Vatnagörðum sama hvað

Langar raðir myndast gjarnan við Sæbraut í Reykjavík á álagstímum …
Langar raðir myndast gjarnan við Sæbraut í Reykjavík á álagstímum en vel kann að vera að þær raðir lengist enn frakar á meðan framkvæmdum stendur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ljóst er að íbúar höfuðborgarsvæðisins munu finna fyrir byggingu Sundabrautar sama í hvaða útfærslu af verkefninu verður ráðist vegna rasks og truflunar á umferð á framkvæmdatíma.

Þetta kemur fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar sem birt hefur verið í samráðsgátt Skipulagsstofnunar.

Samkvæmt þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2024-2038 er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist árið 2026 og að Sundabraut verði opnuð fyrir umferð 2031.

Enn á eftir að ákveða hvort framkvæmdin verði í formi jarðganga eða brúar yfir Kleppsvík en ef ákveðið verður að byggja brú stendur valið milli þriggja útfærslna.

Rask og truflun á umferð óumflýjanlegt 

Áhrif á bílaumferð á framkvæmdatíma verða mismikil eftir hvaða leið verður valin en ljóst er að þau verða mest í öðrum og þriðja fasa framkvæmdanna.

Loka mun þurfa Holtavegi til vesturs og Vatnagörðum til suðurs í öllum valkostum, bæði ef um brú eða göng er að ræða, og ef ákveðið verður að byggja brú mun sömuleiðis þurfa að loka Holtavegi til austurs í einhvern tíma.

Ef ákveðið verður að grafa Sundagöng mun hins vegar þurfa að loka á hluta Kleppsvegar og tengingar hans við Dalbraut.

Í skýrslu Vegagerðarinnar segir að umræddar gatnalokanir hafi óneitanlega áhrif á leiðarval og því er nokkuð ljóst að áhrifa muni gæta í nánd við framkvæmdasvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert