Óttast að Sundabraut auki umferð um Grafarvog

Íbúar hverfisins telja jarðgöng vera betri kost.
Íbúar hverfisins telja jarðgöng vera betri kost. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar í Grafarvogi óttast að verði Sundabraut lögð sem brú, fremur en göng, geti það aukið umferð inn í hverfið enn frekar. Þeir spyrja sig hvort brautin verði í raun samgöngubót fyrir Grafarvog, eins og Vegagerðin hefur haldið fram.

Guðmundur B. Friðriksson, íbúi í Grafarvogi, er einn af þeim sem hafa gagnrýnt framsetningu Vegagerðarinnar, m.a. það að brúarkostir séu vænlegri kostir við lagningu Sundabrautar en göng. Hann telur göng vera ákjósanlegri kost fyrir íbúa hverfisins. 

Íbúar hverfisins óttast að umferð í gegnum hverfið muni aukast á Gullinbrú, Hallsvegi og Víkurvegi og að hverfið verði gegnumaksturshverfi verði Sundabraut í formi brúar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert