Sigríður Á. Andersen er nýr þingflokksformaður Miðflokksins.
Þetta staðfestir Sigríður sjálf í samtali við mbl.is en þingflokksfundi flokksins var í þann mund að ljúka þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, tilnefndi Sigríði sem nýjan þingflokksformann.
„Það var samþykkt einróma,“ segir Sigríður sem segist jafnframt hlakka til komandi verkefna í nýju hlutverki innan flokksins.
„Þau geta verið erilsöm en ég hlakka bara til að eiga gott samstarf við vonandi alla aðra þingflokksformenn og forseta þingsins.“
„Við í Miðflokknum horfum bara björtum augum fram á veg,“ segir hún að lokum.
