Örn Viðar Skúlason framkvæmdastjóri Þórkötlu segir í samtali við ViðskiptaMoggann að árlegur kostnaður við rekstur eignanna, svo sem brunatrygging, hiti og rafmagn, sé um 280 milljónir króna, en auk þess sé gert ráð fyrir viðhaldi á árinu 2025 fyrir um 220 milljónir króna. Heildarútgjöld við rekstur Þórkötlu án fjármagnsliða sé á bilinu 800 til 900 milljónir króna á ári.
Fjármögnun rekstrar fyrir árin 2025 og 2026 liggur fyrir og stefnt er að því að sala og leiga eigna standi undir rekstri félagsins frá og með árinu 2027.
Félagið vinni nú að útfærslu á sérstakri endurkaupaáætlun, þar sem fyrri eigendum eignanna verður boðið að kaupa þær til baka. Áætlunin verður kynnt í byrjun árs 2026 og er vonast til að hægt verði að hefjast handa við framkvæmd hennar strax árið 2026.
Nánar má lesa um málið í ViðskiptaMogganum í dag
