Þurfti kjark til að fara á móti Bretlandi

Dr. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor og hafréttarsérfræðingur, heldur erindi á …
Dr. Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor og hafréttarsérfræðingur, heldur erindi á níundu hafréttarráðstefnu Suður-Kóreu í nóvember í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

„Oft er þessi saga varðandi útfærsluna á íslenskum hafsvæðum teiknuð þannig upp að Ísland hafi farið gegn reglum þjóðaréttar um hafið og haft sigur á stórveldum og upp frá því gengið út frá nýju regluverki,“ segir dr. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, sem meðal annarra lærdómsgráða hefur lokið meistaraprófi í hafrétti frá Háskólanum í Miami og doktorsgráðu í sömu fræðigrein frá Edinborgarháskóla.

Hann ræðir við mbl.is í tilefni þess að 50 ár eru í dag liðin frá því að Íslendingar færðu fiskveiðilögsögu sína úr 50 í 200 sjómílur 15. október 1975.

Togvíraklippur, ásiglingar og fallbyssuskot voru meðulin sem beitt var á …
Togvíraklippur, ásiglingar og fallbyssuskot voru meðulin sem beitt var á Atlantshafinu í þorskastríðunum svokölluðu á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar. Skjáskot/YouTube
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert