Ný bók spennusagnahöfundarins Arnaldar Indriðasonar nefnist Tál. Þetta verður síðasta bók Arnaldar um lögreglumanninn Konráð.
„Já, þetta er síðasta bókin að minnsta kosti í bili um Konráð og vonandi taka við ný ævintýri,“ segir Arnaldur í viðtali við Morgunblaðið í dag. Spurður af hverju tímabært hafi verið að kveðja Konráð segir hann að nú séu komnar sjö bækur og stóru sögunni af fjölskyldu hans og þeim málum sem voru einkennandi fyrir bækurnar sé lokið.
„Ég er byrjaður að skrifa um nýja sögupersónu í bók sem vonandi kemur út um þarnæstu jól. Það sem ég get sagt um persónuna er að hún er ung lögreglukona og að sagan gerist í þorpi úti á landi að vetrarlagi og þangað er kominn hópur frá Hollywood að kvikmynda sjónvarpsseríu.“
Nánar má lesa um málið á bls.10 í Morgunblaðinu í dag og í Mogga-appinu
