Borgin harðlega gagnrýnd

Borgarráð fær skýrslu Innri endurskoðunar afhenta í dag.
Borgarráð fær skýrslu Innri endurskoðunar afhenta í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Skýrsla Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar (IER) um samningaviðræður Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða er afar gagnrýnin á vinnubrögð borgarinnar. Framkvæmdin og samningagerðin er sögð hafa verið ómarkviss og skort hafi á undirbúning og gegnsæi málsins.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur IER að ekki hafi alltaf verið skýrt hvaða málefnalegu sjónarmið lágu til grundvallar ákvörðunum borgarinnar í samningum við olíufélögin um breytta nýtingu lóða sem leigðar voru undir bensínstöðvar.

Á hinn bóginn hafi ekkert komið fram sem bendi til brota á lögum og reglum eða veiki lögmæti ákvarðananna, þó formlegt og rökstutt mat á þessum ákvörðunum hafi skort.

Ekki mun hins vegar skorta á ýmsa gagnrýni aðra í skýrslunni. Þannig er það mat IER að hagsmunir hafi ekki verið nægjanlega tryggðir í samningum við olíufélögin.

Sérstaklega er bent á að ákvæði um uppsagnarfresti, skilyrði uppbyggingar og verð á byggingarrétti hafi ekki verið nógu gagnsæ eða tryggt jafnræði borgarinnar gagnvart einkaaðilum. Byggingarréttargjöld og markaðsverð lóða voru ekki heldur metin með samræmdum hætti og raunar verulegt misræmi þar á.

Eins hafi ákvæði samkeppnislaga ásamt reglum um ríkisaðstoð ekki verið greind, sem sé ekki einsdæmi, og brýnir IER fyrir borginni að bæta vinnubrögðin hið fyrsta. 

Nánar má lesa um málið á bls.6 í Morgunblaðinu og í Mogga-appinu

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert