Bráðnun ekki fyrirboði eldgoss í jöklinum

Hitabreytingar í jarðskorpunni eru ekki sagðar vera algengur fyrirboði eldsumbrota.
Hitabreytingar í jarðskorpunni eru ekki sagðar vera algengur fyrirboði eldsumbrota. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þetta væri mjög óvenjulegur fyrirboði eldgoss ef þannig færi. Þetta er reyndar þekkt víðar í hellum á Íslandi og menn hafa tekið eftir því sama og er sennilega vegna veðurfarsbreytinga. Veðurfar er að hlýna og hellar sem áður voru fullir af ís eru það ekki lengur, þannig að þetta á við um fleiri hella,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus í samtali við Morgunblaðið.

Leitað var álits hans á því hvort bráðnun íss í svokölluðum Íshelli í Purkhólum í hlíðum Snæfellsjökuls gæti mögulega verið undanfari eldgoss í jöklinum.

Í grein sem birtist nýverið í spjallhópnum Hellissandur, Rif og Gufuskálar og finna má á Facebook veltir Sigurd Snæfell Sigurðsson vöngum yfir því hvort bráðnun íss í fyrrnefndum íshelli kunni að vera fyrirboði eldgoss í jöklinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert