Einn í haldi eftir slagsmál ungmenna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmslu að snúast í gærkvöld …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmslu að snúast í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar eftir að lögreglan fékk tilkynningu um slagsmál ungmenna í hverfi 109 í gærkvöld eða í nótt.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 45 mál skráð í kerfinu á umræddu tímabili og gista fjórir í fangageymslum.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Reyndist hann einnig hafa í fórum sínum útdraganlega kylfu.

Fjórir gista í fangageymslum nú í morgunsárið.
Fjórir gista í fangageymslum nú í morgunsárið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Höfð voru afskipti af ökumanni sem var að aka undir áhrifum fíkniefna á ótryggðri bifreið. Einnig reyndist ökumaður hafa í förum sínum fíkniefni. Hann var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Garðabæ. Engin slys urðu á fólki en eitthvað eignartjón.

Lögreglan hafði afskipti af einum sem hljóp á brott frá leigubílstjóra án þess að greiða fyrir farið. Sá hinn sami á yfir höfði sér kæru vegna fjársvika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert