Maður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. nóvember vegna gruns um kynferðisbrot gegn stúlkubarni sem átti sér stað í Hafnarfirði í fyrrakvöld.
Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi í kynferðisbrotadeild lögreglunnar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Hann segir að málið sé á viðkvæmu stigi og er í rannsókn en búið er að taka skýrslu af sakborningi og vitnum í tengslum við málið.
