Komið að kveðjustund hjá Konráði

Arnaldur Indriðason hyggst kynna nýja sögupersónu til leiks í spennusögu …
Arnaldur Indriðason hyggst kynna nýja sögupersónu til leiks í spennusögu á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason stendur á tímamótum. Bók hans sem kemur út 1. nóvember verður sú síðasta um lögreglumanninn fyrrverandi Konráð. Arnaldur segir að bækurnar sjö um Konráð hafi verið eitt samhangandi verk og því sé nú lokið. Ný sögupersóna verður kynnt til leiks að ári.

Nýja bókin kallast Tál og henni er lýst sem hraðri og snarpri borgarsögu um lygar og spillingu.

Mér skilst að þetta sé síðasta bókin um lögreglumanninn fyrrverandi Konráð. Hvað geturðu sagt mér um bókina?

„Já, þetta er síðasta bókin að minnsta kosti í bili um Konráð og vonandi taka við ný ævintýri. Hún segir frá morði í austurbæ Reykjavíkur og héraðsdómara sem er handtekinn vegna þess og svo vill til að eiginkona hans er vitni í málinu,“ segir Arnaldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert